Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Magnússon, mókollur, eldri

(15. öld)

Bóndi í Haga.

Faðir: Magnús Grímsson (Stakka-Gr.) , Ketilssonar(SD.).

Kona: Helga Þórðardóttir í Bæ á „Rauðasandi, Svartssonar.

Börn þeirra: Magnús byskup í Skálholti, Teitur, Þórður, Margrét átti Pál Jónsson, Ingibjörg átti Gísla Filippusson í Haga, Dýrfinna átti Gunnstein Klemensson. Launbörn eða f. k. börn Eyjólfs: Böðvar að Reykjarhóli í Fljótum, Ögmundur (móðurfaðir Ögmundar byskups Pálssonar), Sigmundur (föðurfaðir Alexíusar ábóta) (BB. Sýsl.; SD. í Blöndu VII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.