Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Magnússon

(6. júní 1841–31. ágúst 1911)

. Kennari o. fl. Foreldrar: Magnús (d. 5. júní 1867, 53 ára) stúdent, síðar sýslumaður, Gíslason og Steinunn Gísladóttir í Hraunhöfn í Staðarsveit, Árnasonar.

Lærði bókband í Reykjavík. Vel gefinn og varð allvel að sér; fekkst lengi við barnakennslu í Borgarfirði. Varð drykkfelldur og fór víða um, einkum á Suðurlandi; auknefndur „ljóstollur“ (innheimti ljóstolla o. fl. gjöld í Rv. á námsárum). Vel hagmæltur (sjá „Ísland“ 1898 og „Óðin“). Dó á Kotströnd í Ölfusi. Ókvæntur (Ýmsar upplýsingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.