Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eyjólfur Kársson
(– – 1222)
Bóndi í Flatey á Breiðafirði og víðar.
Foreldrar: Kár munkur Geirmundsson og Arnleif Jónsdóttir, Húnröðarsonar. Eyjólfur er einn hinn mesti fullhugi og garpur, sem sögur fara af. Hann var öflugur fylgismaður Guðmundar byskups Arasonar.
Var með honum í Grímseyjarför og féll þar við svo frábæra vörn, að jafnan mun höfð í minnum.
Kona: Herdís Hrafnsdóttir á Eyri í Arnarfirði, Sveinbjarnarsonar.
Sonur þeirra Eyjólfur. Herdís átti síðar Sigmund Gunnarsson í Súðavík (Sturl.; Bps. bmf. I 11).
Bóndi í Flatey á Breiðafirði og víðar.
Foreldrar: Kár munkur Geirmundsson og Arnleif Jónsdóttir, Húnröðarsonar. Eyjólfur er einn hinn mesti fullhugi og garpur, sem sögur fara af. Hann var öflugur fylgismaður Guðmundar byskups Arasonar.
Var með honum í Grímseyjarför og féll þar við svo frábæra vörn, að jafnan mun höfð í minnum.
Kona: Herdís Hrafnsdóttir á Eyri í Arnarfirði, Sveinbjarnarsonar.
Sonur þeirra Eyjólfur. Herdís átti síðar Sigmund Gunnarsson í Súðavík (Sturl.; Bps. bmf. I 11).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.