Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Jónsson (lærði)

(1670–3. dec. 1745)

Prestur.

Foreldrar: Jón Eyjólfsson, síðar sýslumaður í Nesi við Seltjörn og varalögmaður, og kona hans Vilborg Sveinsdóttir prests á Barði, Jónssonar. Lærði hjá móðurföður sínum, tekinn í Skálholtsskóla 1685, stúdent þaðan 1687, með lofsamlegum vitnisburði, var með Heidemann landfógeta utanlands veturinn 1687–8, fór utan aftur 1692 og skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. dec. s. á., varð þar attestatus árið eftir (1693), með 2. einkunn, talinn þá manna bezt að sér í grísku, nefndur jafnvel af lærðum mönnum í háskólanum „Íslendingurinn gríski“. Var hjá foreldrum sínum 1693–5 (sumir segja, að hann hafi farið utan aftur 1694 og komið 1695), en var heyrari að Hólum 1695–9, vígðist prestur að Þingeyraklaustri 30. júlí 1699 og var þar til 1702, fekk veiting amtmanns fyrir Þingvöllum 15. ág. 1702, en komst aldrei þangað vegna mótþróa Jóns byskups Vídalíns, fekk Völlu í Svarfaðardal 1704 og hélt til dauðadags. Hann var ókv. og bl. Var meir hneigður til bóka en búsýslu, tungumálamaður mikill, latínuskáld (sjá Lbs.), ágætlega að sér í íslenzkum fræðum, yfirleitt talinn lærðastur presta í Hólabyskupsdæmi um sína daga. Ritstörf: Vallaannáll (Ann. bmf. I), skýringar á Aldarhætti síra : Hallgríms Péturssonar (pr. í Vísnabók, Hól. 1748). Óprentað: Onomasticon (Saml., Lbs., A M.), Ævisaga Lúthers eftir Sechendorff, þýðing (AM., Thott.), Þýðing nýja testamentis (Lbs.), fornyrðaskýringar í lögum, kvæðum o. fl. (sjá Lbs.). Skrifaði margt handrita og skjala, og er sumt varðveitt (Saga Ísl. VI; Ann. bmf. I; HÞ... SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.