Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Jónsson

(– –25. dec. 1672)

Prestur.

Foreldrar: Jón formaður Hallsson í Grímsey og kona hans Þorbjörg talin systir síra Einars skálds í Heydölum. Þjóðsagnir eru um fund hans og Guðbrands byskups og að byskup hafi sett hann í Hólaskóla. Hann mun hafa lært í Skálholtsskóla og verið á vegum Odds byskups Einarssonar, frænda síns. Vígðist 1623 aðstoðarprestur síra Jóns Guðmundssonar í Hítardal og var þar til 1630. Var 1630 kosinn prestur að Hvammi í Norðurárdal og hefir gegnt því prestakalli til næstu fardaga, er umboðsmaðurinn veitti staðinn öðrum, hefir síðan verið heimilisprestur Helgu ekkju Odds byskups (en hún bjó í Hraungerði), til þess er hann (8. apr. 1634) fekk Lund, sem hann hélt til dauðadags. Var talinn maður mjög vel að sér og kenndi mörgum skólalærdóm.

Kona: Katrín Einarsdóttir í Ásgarði í Hvammssveit, Teitssonar.

Börn þeirra: Einar sýslumaður í Traðarholti, síra Eiríkur í Lundi, síra Jón eldri á Gilsbakka, síra Jón yngri í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteinn lögréttumaður á Háeyri, áður ráðsmaður í Skálholti (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.