Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Jónsson

(28. maí 1885–3. sept. 1936)

Rakari.

Foreldrar: Jón Jónsson að Herríðarhóli í Holtum (d. 1890) og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir á Minni Völlum á Landi, Jónssonar. Eftir lát föður síns ólst hann upp með frænda sínum að Herríðarhóli. Nam skósmíðar í Rv. Fór til Noregs og gerðist þar rakari og hárskeri.

Settist síðan að í Rv. og stundaði þessa iðju til æviloka. Pr. er eftir hann ein skáldsaga (Gunnar) og 2 leikrit (Hreppstjórinn, Læknirinn).

Kona hans var norsk; lifðu 2 börn þeirra: Jón, starfar einkum hjá leikfélagi Rv., og Ellen, gift í Rv. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.