Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Jónsson

(25. nóv. 1841–1. júlí 1909)

Prestur.

Foreldrar: Jón silfursmiður Þórðarson á Kirkjubóli og kona hans Þóra Katrín Eyjólfsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. F. á Eyri í Skutulsfirði. Lærði fyrst hjá síra Guðmundi Einarssyni síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd, síðan hjá Halldóri síðar yfirkennara Friðrikssyni, tekinn í Reykjavíkurskóla 1854, stúdent þaðan 1860, með 2. eink. (75 st.), próf úr prestaskóla 1862 með 2. eink. betri (37 st.).

Stundaði síðan kennslu í Hjarðz arholti í Dölum, Móeiðarhvoli og Vatnsfirði. Fekk Kirkjubólsþing og Stað á Snæfjallaströnd 5. apr. 1865, vígðist 16. júlí s. á., bjó á Melgraseyri, fekk Selvogsþing 24. apr. 1880, en fekk leyfi til að vera kyrr, Mosfell í Grímsnesi 11. maí 1882, Árnes 28. júní 1884 og var þar til æviloka (hafði fengið lausn 5. maí 1909).

Kona (1864): Elín Elísabet (f. 2. sept. 1836, d. 13. maí 1900) Björnsdóttir prests á Stokkseyri, Jónssonar, ekkja Þorsteins málara Guðmundssonar frá Hlíð í Hreppum.

Börn þeirra síra Eyjólfs, þau er upp komust: Síra Eyjólfur Kolbeins á Mel, síra Böðvar í Árnesi, Jón Björn gullsmiður í Rv., Þórunn átti Marínó sýslumann Hafstein, Halldóra Kristín Leópoldína (Vitæ ord. 1865; Nýtt kirkjublað 1909; JKr. Prest.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.