Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Jóhannesson

(14. ág. 1824–14. dec. 1911)

Skáld.

Launsonur Jóhannesar Lunds í Gullbringum (Jónssonar, Gestssonar) og Þorbjargar Þorsteinsdóttur á Kolsstöðum; hún átti síðar Samson að Rauðsgili Jónsson. Eyjólfur ólst upp í fyrstu með Hjálmari, móðurbróður sínum, á Kolsstöðum. Bjó í Sveinatungu í Norðurárdal, síðar og lengstum í Hvammi í Hvítársíðu. Kvæði eru eftir hann í Lbs.

Kona: Helga Guðmundsdóttir á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Guðmundssonar að Háafelli þar, Hjálmarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón skáld að Grjóti, í Króki og á Háreksstöðum í Norðurárdal, Vagn Lund smiður og skáld, fór vestur um haf og átti þar heima að Gimli í Manitoba, Samson, skáld og ritstjóri, Sæmundur búfræðingur, skáld og guðfr. í Rv., Jóhann alþm. (nú í Rv.), Þuríður, Guðbjörg átti Sigurð Þórðarson í Hábæ í Leiru suður (Ýmsar heimildir, einkum SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.