Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Hallsson

(1212)

Ábóti í Saurbæ í Eyjafirði 1206–12.

Faðir: Hallur ábóti Hrafnsson að Munkaþverá. Var áður prestur á Grenjaðarstöðum. Hann var mikils metinn, og bauð Guð(– – mundur Arason honum, að hann skyldi ganga fyrir sér um byskupskosning, en hann vildi ekki þiggja. Synir hans (með Guðrúnu Ólafsdóttur, Þorsteinssonar rangláts): Jón að Möðrufelli, Guðmundur (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. bmf. I; Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.