Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Halldórsson

(16. öld)

Sýslumaður.

Foreldrar: Halldór Ormsson í Saurbæ á Kjalarnesi og kona hans Þórdís Eyjólfsdóttir mókolls yngra í Haga, Gíslasonar. Var umboðsmaður Árna Gíslasonar að Hlíðarenda, hélt hálft Rangárþing eftir hann. Bjó að Reyðarvatni.

Er d. 1597).

Kona: Solveig (d. 1602) Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar.

Börn þeirra: Ísleifur í Saurbæ á Kjalarnesi, Árni, Þórdís átti Eyjólf Eiríksson að Eyvindarmúla, Þórður á Hrekksstöðum, Guðríður átti síra Bjarna Ormsson á Kolfreyjustað, Sturla bartskeri (dó utanlands).

Launsonur Eyjólfs: Jón (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.