Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Gíslason, mókollur, yngri

(15. og 16. öld)

Bóndi í Haga.

Foreldrar: Gísli Filippusson í Haga og kona hans Ingibjörg Eyjólfsdóttir mókolls eldra, Magnússonar.

Kona: Helga Þorleifsdóttir hirðstjóra, Björnssonar.

Börn þeirra: Kristín átti Gísla byskup Jónsson, Þórdís átti Halldór Ormsson í Saurbæ á Kjalarnesi, síra Magnús í Selárdal, Þorleifur, Gísli fór til Noregs (undan refsingu fyrir legorðsbrot með tveim systrum sínum), Ingveldur átti Þorlák Egilsson í Hundadal, Herdís f. k. síra Jörundar Steinmóðssonar, Oddur bryti í Skálholti (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.