Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Auðun Jónsson

(– –1669)

Prestur.

Faðir: Síra Jón Salómonsson að Hesti. Fékk Hestþing 17. maí 1619 og hélt til 25. jan. 1667, en var þar til dauðadags. Hann var ráðvendnismaður, búmaður góður, nokkuð aðsjáll. Kunn eru viðskipti hans og Henriks hirðstjóra Bjelkes. Hirðstjóri kom að Hesti sumarið 1649 og beiddist hestláns, en síra Auðun tók því dræmt, en léði honum þó að lokum hest fyrir fullt gjald. Snaraði hirðstjóri að honum 3–4 rd. og kvað slíka ógreiðvikni mundu lagast bráðlega. Þetta leiddi til konungsbréfs 10. maí 1650, um ókeypis flutning lénsmanna konungs og manna þeirra.

Kona: Guðrún Teitsdóttir prests að Lundi, Péturssonar; þau bl., en ólu upp nokkur munðarlaus börn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.