Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Guðmundsson, „hinn spaki“

(1689–24. nóv. 1781)

Bóndi að Eyvindarmúla.

Foreldrar: Guðmundur sst. Jónsson sst., Eyjólfssonar, og kona hans Guðríður Magnúsdóttir sýslumanns í Árbæ, Þorsteinssonar, Var í Skálholtsskóla a. m. k. 2 vetur (1705–"7), en hætti námi.

Kona: Hildur Þorsteinsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Oddssonar.

Börn þeirra: Sigurður á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, síðar að Þykkvabæjarklaustri, Oddur, Margrét átti Lýð sýslumann Guðmundsson, Gróa s.k. Jóns konrektors og silfursmiðs Vigfússonar í Árkvörn, Kristín f.k. síra Erlends Vigfússonar að Þæfusteini, Guðríður átti Einar eldra Oddsson að Eyvindarmúla (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.