Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Guðmundsson

(3. dec. 1857–3. dec. 1940)

Hreppstjóri, dbrm., r. af fálk. For. eldrar: Guðmundur Þórðarson í Hvammi á Landi og kona hans Guðríður Jónsdóttir frá Kornbrekkum á Rangárvöllum.

Bjó með móður sinni í Hvammi, setti þar bú 1883 og bjó þar til æviloka. Orðlagður búforkur og fyrirhyggjumaður, mikilsmetinn og trúnaðarmaður hreppsfélags síns í öllum greinum inn á við og út á við, einnig um verzlunarmál, vörukaup og kaupfélög.

Kona (25. okt. 1884): Guðbjörg (f. 4. okt. 1864, d. 10. febr. 1918) Jónsdóttir að Skarði á Landi, Árnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðríður átti Guðlaug veitingamann Þórðarson að Tryggvaskála, Ágúst Kristinn kennari í Hvammi, Óskar í Rv., Guðrún átti Brynjólf bifreiðarstjóra Einarsson í Rv., Einar kaupm. í Rv., Ármann Kristinn kaupm. í Rv. (Sunnanfari XII; Óðinn XKK; PZ. Víkingslækjarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.