Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Guðmundsson

(28. ág. 1775–27. maí 1843)

Læknir.

Foreldrar: Guðmundur ökonomus Vigfússon, þá að Arnarhóli í Reykjavík, og kona hans Guðrún Þorbjarnardóttir hins ríka í Skildinganesi, Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra 1795, stúdent þaðan 1. júní 1799, fór utan 1802, skráður í stúdentatölu í háskólanum 1. sept. 1804, herlæknir 1807, sjóliðslæknir 1810, var settur læknir „ved Haandværkerstokken“ 22. mars 1812, lauk prófi í læknisfræði (exam. chir.) 1815, með 2. einkunn, og var þá 13. sept. 1815 skipaður læknir í sjóliði Dana, fekk lausn frá embætti með eftirlaunum 25. ág. 1833, hlaut herráðsnafnbót (,Krigsraad“) 23. mars 1834. Andaðist í Kaupmannahöfn eftir langvinnt heilsuleysi og fátækt. Var tvíkvæntur, og voru báðar konur hans danskar, bl. með báðum (Skýrslur; Tímar. bmf. XI; Lækn.; HÞ.)..


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.