Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Gunnarsson, „lázari“

(15. öld)

Sýslumaður.

Faðir: Gunnar að Dyrhólmum Markússon í Skógum, Þorsteinssonar lögmanns Eyjólfssonar. Virðist hafa verið ofbeldismaður mikill, því að hann kemur við Krossreið, Oddgeirshólareið og Miklabæjarrán, enda fylgismaður þeirra Björnssona, Þorleifs hirðstjóra og Einars. Bannfærður af Sveini byskupi Péturssyni. Mun þó hafa verið leystur, því að 1480 er hann orðinn sýslumaður í Skaftafellssýslu. Gerði þó með öðrum í lögréttu 1481 aðsúg að Ólafi byskupi Rögnvaldssyni. Mun skömmu síðar hafa flutzt vestur á land og búið að Lokinhömrum. Synir hans: Gunnar að Lokinhömrum, Beinir var í Skaftafellsþingi (Dipl. Isl.; Safn III; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.