Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Grímsson

(16. öld)

Prestur. Bræður hans voru síra Freysteinn í Stafholti og síra Eiríkur á Gilsbakka. Hann kemur fyrst við skjöl 1530 (Dipl. Isl.) og er þá kirkjuprestur í Skálholti, hefir verið prestur á Stað í Grindavík um 1538–41, en líklega síðan tekið Hvalsnes, hefir fengið Mela 1549, þótt hann færi ekki þangað fyrr en 1551, hefir á meðan verið kirkjuprestur í Skálholti. Talið er (sr. Jón Halld. í Hítardal), að Þórður lögmaður Guðmundsson tæki af honum Mela 1653 (fyrir að hafa falið son sinn, sem dæmdur var í útlegðarmál), en víst er, að síra Eyjólfur var dæmdur frá prestskap 24. febr. 1571 (Alþb. Ísl.) fyrir ýmsar sakir, og er óljóst, hvort hann hefir haldið Mela 1563–71, en þó mun af dóminum mega ætla það. Talinn þríkvæntur, og er 1. kona hans nafngreind, Guðrún Gísladóttir prests að Lundi (Jónssonar?).

Börn Þeirra: Helgi (í Leirárgörðum), Hallvör átti síra Skafta Loptsson að Setbergi. Synir síra Eyjólfs voru enn Jón, Ólafur og líklega Kaprasíus. Af síra Eyjólfi er mikil ætt (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.