Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Einarsson

(1784–26. okt. 1865)

Dbrm.

Foreldrar: Einar Sveinbjarnarson í Svefneyjum og s.k. hans Þorbjörg Eyjólfsdóttir, Þórðarsonar. Bjó í Svefneyjum 1814–65.

Var héraðshöfðingi mikill, enda nefndur „eyjajarl“. Þm. Barðstr. 1845–9.

Kona: Guðrún Jóhannsdóttir prests í Garpsdal, Bergsveinssonar.

Börn þeirra: Hafliði í Svefneyjum, síra Sveinbjörn í Árnesi, Bergsveinn, Jóhann í Flatey, Þórður, Jón á Ökrum á Mýrum, Þorbjörg átti Eggert Oddsson í Langey, Björg átti Ólaf Teitsson í Sviðnum (Alþingismannatal; BB. Sýsl.)..


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.