Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Einarsson

(16. öld)

Bóndi í Dal undir Eyjafjöllum.

Foreldrar: Einar Eyjólfsson sst. og kona hans Hólmfríður Erlendsdóttir sýslumanns í Telgi, Erlendssonar. Var í röð höfðingja, en óvíst, hvort haft hefir sýsluvöld. Átti fjárdeilur við móður sína, en þau sættust að tilstilli Ögmundar byskups Pálssonar. Er á lífi 1562.

Kona (1531): Helga Jónsdóttir byskups, Arasonar.

Börn þeirra, sem nefnd eru: Eríkur að Eyvindarmúla og Kirkjulæk, Einar í Dal, Magnús, Ísleifur, Anna s. k. Vigfúsar sýslumanns Þorsteinssonar, Guðmundur, Þorsteinn, Hólmfríður.

Laundóttir Eyjólfs (sumstaðar talin skírgetin): Anna eldri átti Tllhuga nokkurn (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.