Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Einarsson

(15. öld)

Lögmaður sunnan og austan 1480–90.

Foreldrar: Einar sýslumaður Árnason (dalskeggs í Djúpadal í Eyjafirði, Björns- sonar) og kona hans, sem talin er Ingibjörg Einarsdóttir (systir Bessa sýslumanns). Bjó fyrst að Möðrufelli. Átti (um 1470) deilur við Runólf Höskuldsson á Bakka, en hefir verið vinur Ólafs byskups Rögnvaldssonar.

Hefir um 1474 verið kominn að Dal undir Eyjafjöllum, þótt bú hefði að Núpufelli enn um 1480 og haldið Vaðlaþing 1480. Hefir haft hirðstjórn á Íslandi öllu 1485. Átti deilur miklar við Þorleif hirðstjóra Björnsson. Féll í bann erkibyskups fyrir að hafa rofið kirkjugrið á síra Jóni Snorrasyni í Gaulverjabæ. Er látinn fyrir 1495.

Kona: Ragnheiður Eiríksdóttir, og hafði hún áður átt Þorstein Helgason að Reyni í Mýrdal; síðast átti hún Magnús Jónsson að Krossi.

Sonur þeirra Eyjólfs: Einar í Dal undir Eyjafjöllum (Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.