Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur dáðaskáld

(10. og 11. öld)

Ætt og ævi ókunn.

Eftir hann er Bandadrápa, um Eirík jarl Hákonarson, og hefir hann komizt í þjónustu hans eftir ár 1000 (Fagursk., Heims-Eyjólfur (Valgerðarson) Einarsson, skáld (10. öld).

Bjó lengi á Jórunnarstöðum, síðast á Möðruvöllum í Eyjafirði.

Foreldrar: Einar Auðunarson (rotins, Þórólfssonar smjörs, Þorsteinssonar skrofa, Grímssonar kambans) og kona hans Valgerður Runólfsdóttir. Talinn með helztu fyrirmönnum nyrðra. Eftir hann er 1 erindi (í Jómsv.).

Kona: Hallbera Þóroddsdóttir hjálms.

Börn þeirra nafngreind: Guðmundur ríki, Einar Þveræingur, Ragnheiður átti Héðin milda á Svalbarði Þorbjarnarson í Sigluvík, Skagasonar, Skoftasonar (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.