Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Auðun Jónsson

(2. febr. 1750–7. febr. 1807)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Auðunarson á Bergsstöðum og kona hans Helga Illugadóttir á Finnsstöðum Jónssonar. F. á Bergsstöðum. Tekinn í Hólaskóla 1766, stúdent 11. maí 1772, vígðist aðstoðarprestur föður síns 26. febr. 1775, fekk Blöndudalshóla 28. maí 1782 og var þar til dauðadags. Hann var fátækur, bjargaðist þó furðanlega með mikla ómegð, var góðmenni og glaðlyndur, söngmaður góður.

Kona (1775): Halldóra (d. 13. júlí 1834) Jónsdóttir prests að Auðkúlu, Björnssonar. Þau áttu 12 börn; upp komust: Björn Blöndal sýslumaður í Hvammi í Vatnsdal, síra Gísli í Húsavík, Jón á Leifsstöðum, Jón annar, Þorlákur að Meðalheimi, Benjamín í Höll í Þverárhlíð, Halldór á Eiðsstöðum, Halldóra átti Jón Guðmundsson í Höll (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.