Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Bjarnason

(– –2. maí 1659)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Ormsson á Kolfreyjustað og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir sýslumanns að Reyðarvatni, Halldórssonar.

Tók við Kolfreyjustað 1649 og hélt til þess er hann drukknaði, en er talinn hafa orðið aðstoðarprestur föður síns 1638. Hann var mikilmenni.

Kona: Guðrún Ólafsdóttir prests og skálds í Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar.

Börn þeirra: Vilborg (átti barn 1672 með síra Halldóri Eiríkssyni á Kolfreyjustað, og var hann síðan prestlaus 12 ár), Bjarni, Ólafur, Kristín.

Guðrún ekkja síra Eyjólfs átti síðar Kolbein Einarsson digra í Njarðvík, Magnússonar, og bjuggu þau í Brimnesi, síðar í Tungu í Fáskrúðsfirði, bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.