Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur Arnfinnsson

(15. öld)

Riddari.

Faðir: Arnfinnur Þorsteinsson lögmanns, Eyjólfssonar. Varð riddari 1420. Hafði sýsluvöld nyrðra við og við.

Bjó að Urðum.

Kona: Snjálaug Guðnadóttir sýslumanns, Oddssonar.

Börn þeirra: Kristín átti Magnús sýslumann Þorkelsson að Skriðu, Þorbjörg átti Árna Þorsteinsson, Guðni að Urðum, Margrét átti Hrafn lögmann Brandsson eldra (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.