Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eyjólfur (Einar) Jóhannsson

(23. apr. 1852–24. apr. 1900)

Kaupmaður í Flatey.

Foreldrar: Jóhann hreppstjóri í Flatey, Eyjólfsson alþm. í Svefneyjum, Einarssonar, og kona hans Salbjörg Þorgeirsdóttir.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, var þar nokkur ár, settist síðan að í Flatey.

Kona: Sigurborg Ólafsdóttir í Bár og Flatey, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Ólafur skólastjóri í verzlunarskólanum í Rv., Jónína Guðrún átti Guðmund kaupmann Bergsteinsson í Flatey (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.