Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Auðun Jónsson

(13. júlí 1770–S8S. ág. 1817)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Hannesson að Mosfelli í Mosfellssveit og kona hans Sigríður Arnórsdóttir sýslumanns í Belgsholti, Jónssonar. Lærði undir skóla hjá Helga konrektor Sigurðssyni, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1787, stúdent 1791, var síðan 5 ár skrifari hjá móðurbróður sínum, Jóni sýslumanni Arnórssyni í Reykjarfirði, þá 11 ár hjá Finne landfógeta í Reykjavík, vígðist 10. dec. 1797 aðstoðarprestur föður síns að Mosfelli og fekk það prestakall við uppgjöf hans 24. nóv. 1798, en skipti á því 20. okt. 1801 og Reynisþingum við síra Markús Sigurðsson, fluttist aldrei þangað, heldur skipti aftur við síra Sigurð Ögmundsson á Reynisþingum og Krossþingum 14. apr. 1802 og fluttist að Krossi í Landeyjum þá um vorið. Veitt Selvogsþing 29. maí 1811, en fór þangað ekki og fekk skipti á Krossþingum og Landþingum 1. okt. s.á., fluttist að Stóru Völlum vorið 1812 og var þar til dauðadags. Drukknaði í Ytri Rangá, einn á ferð. Hann var gáfumaður og ágætur kennimaður, fjörmaður mikill, hestamaður, snar og frækinn, hraustur að afli og glímumaður ágætur, en mjög hneigður til drykkju.

Kona (5. júlí 1799): Sigríður (d. 13. jan. 1834) Magnúsdóttir á Indriðastöðum, Árnasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Vigdís átti Vigfús Gunnarsson frá Hvammi á Landi, var f.k. hans, og bjuggu þau á Grund í Skorradal, Gróa átti Stein Steinsson í Bakkakoti, Guðrún átti Ólaf hreppstjóra að Núpi í Fljótshlíð Einarsson, Jón á Eyri í Ísafirði, Þóra s.k. síra Þórðar Árnasonar að Mosfelli í Mosfellssveit, Sigríður átti Einar Ísleifsson á Seljalandi, Steinunn (f. eftir dauða föður síns 27. dec. 1817) átti Jón Þórðarson að Eyvindarmúla. Ekkja síra Auðunar átti síðar (31. maí 1822) Bergstein Guttormsson að Hlíðarenda (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.