Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Evert Wium

(um 1750–um 1811)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Hans sýslumaður að Skriðuklaustri Wium og f. k. hans Guðrún Árnadóttir á Arnheiðarstöðum, Þórðarsonar. Lærði skólalærdóm hjá síra Árna Þórarinssyni á Lambastöðum, síðar byskupi, stúdent frá honum 17T1, fór sama vor utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 25. júlí 1771, lagði stund á lögfræði, en hætti námi og kom aftur til landsins 1773.

Skömmu síðar setti hann bú í Húsavík við Borgarfjörð, fluttist 1788 að Mjóanesi, en 1797 að Gunnlaugsstöðum, var þar til 1810, er hann hætti búskap eða flosnaði upp. Hann komst í fátækt og börn hans sum á hrakning.

Kona: Margrét Halldórsdóttir prests á Desjarmýri, Gíslasonar.

Börn þeirra: Hans barnakennari í Kh., Níels var á húsgangi, Halldór vinnumaður í Vopnafjarðarkaupstað, Guðrún átti Jakob Sigfússon á Gunnlaugsstöðum, Jens í Hrafnkelsdal, Gísli aðstoðarprestur á Stað í Kinn, Brynjólfur bóksali og garðyrkjumaður (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.