Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlingur Brynjólfsson

(28. nóv. 1861–27. mars 1927)

Bóndi.

Foreldrar: Brynjólfur Guðmundsson á Litlu Heiði í Mýrdal og kona hans Þorgerður Jónsdóttir að Svartanúpi, Þorlákssonar. Vatnamaður ágætur, formaður góður, heppinn læknir, einkum við beinbrot, búsýslumaður og varð efnamaður.

Kona (1889): Hallbera Ísleifsdóttir í Hvammi í Mýrdal, Klemenssonar.

Börn þeirra: Þorgerður átti Sigurð Eyjólfsson, Högnasonar í Sólheimakoti, Ísleifur, Guðrún Sigurlín, Guðríður, Sigríður, Brynjólfur (Óðinn XXII; Brlssosfls)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.