Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Þórðarson

(16. og 17. öld)

Prestur. Svo er talið, að hann hafi stundað nám erlendis (Skarðsárannáll). Hans getur fyrst í Oddamáldaga Gísla byskups Jónssonar (um 1560). síðan 7. okt. 1562 í dómi, í Rangárþingi; kemur þetta heim við síra Jón Halldórsson (prestasögur hans), er segir, að hann hafi verið prestur í Odda; má vera, að hann hafi misst þann stað vegna skýrslu sinnar, er hann afhenti Páli hirðstjóra Stígssyni, um vitnisburð síra Stefáns Ólafssonar, er varðaði vígsáburð á hendur Páli lögmanni Vigfússyni á Hlíðarenda, en hann hratt honum með eiði 7 lögréttumanna og 3 presta á Bakkárholtsþingi, samkvæmt dómi hirðstjóra þar 1563. Síra Erlends getur í Skálholti snemma árs 1568, en tók við Stað í Steingrímsfirði 1568 eftir síra Þórð Ólafsson (sem vera mætti faðir hans), gaf upp hálfan staðinn við síra Ólaf Halldórsson árið 1600 en sleppti honum að öllu 1606. Í dómi 18. maí 1604 (Magnússonar í Bæ) getur veikinda síra Erlends og dæmt um upplost, að galdrar hafi valdið.

Kona: Guðfinna Arnfinnsdóttir, skörungur mikill; er við hana bundið örnefni vestur þar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.