Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Auðun Bjarnarson, skökull

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður í Víðidal og bjó á Auðunarstöðum.

Faðir: Björn, sonur Hunda-Steinars jarls á Englandi og Ólufar Ragnarsdóttur loðbrókar. Er sumstaðar talinn hafa átt Þórdísi Þorgrímsdóttur frá Núpi í Miðfirði, ekkju Önundar tréfótar og með henni þá Ásgeir æðikoll að Ásgeirsá og Þorgrím hærukoll, sem ella eru taldir synir Önundar.

Börn Auðunar að auk: Þóra mosháls, og eru af henni konungaættir um Norðurálfu, Eysteinn (Landn.; Grett.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.