Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Ólafsson, sterki, digri

(– – 1312)

Riddari. Föður hans ætla sumir norskan, sumir, að verið hafi sonur Þormóðs Skeiðagoða, Guðmundssonar, aðrir Ólaf Svartsson (JÞork.: Nokkur blöð úr Hauksbók; HÞ. í BB. Sýsl.) , en réttast mun (hjá SD.): Ólafur (tottur) Hauksson, Teitssonar. Móðir: Valgerður Flosadóttir prests, Bjarnasonar. Lögmaður norðan og vestan 1283–9, fekk hirðstjórn í Vestfjörðum 1290. Hefir líkl. búið að Ferjubakka og Strönd í Selvogi. Nes í Selvogi hefir verið eitt búa hans eða hann búið þar síðast.

Kona 1: Jórunn (Valgarðsdóttir, Styrmissonar ábóta? SD.). Synir þeirra Jón á Ferjubakka, Haukur lögmaður.

Kona 2: Járngerður Þórðardóttir, Böðvarssonar úr Bæ. Dóttir þeirra: Valgerður átti Hálfdan í Nesi í Selvogi Finnsson á Sámsstöðum í Hvítársíðu og síðar í Nesi, Bjarnarson, Hamra-Finnssonar (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Bps. bmf. I; Safn IN; SD. Lögsm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.