Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Ásmundsson

(– –1640)

Sýslumaður.

Foreldrar: Ásmundur Þorleifsson að Stórólfshvoli og kona hans Hólmfríður Erlendsdóttir að Stórólfshvoli, Jónssonar. Hann bjó að Stórólfshvoli og var auðmaður. Er í skjölum 10. ág. 1606 og 8. júlí 1607 nefndur umboðsmaður Gísla sýslumanns Árnasonar. Er talinn meðal sýslumanna í alþingisdómi 30. júní 1632 og í dómi 11. maí 1635 „kongs umboðsmaður í Rangárþingi“, en getur hafa verið umboðsmaður Vigfúsar Gíslasonar þar. Hann nefndi og dóm í Vestmannaeyjum 5. júní 1630.

Hann var og að einhverju leyti umboðsmaður Vigfúsar Gíslasonar í Árnesþingi á árunum 1636–9.

Kona: Salvör Stefánsdóttir prests í Odda, Gíslasonar. Dóttir þeirra: Katrín átti Vigfús sýslumann Gíslason að Stórólfshvoli (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.