Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Pálsson

(– – 1612)

Prestur.

Foreldrar: Páll sýslumaður Grímsson á Holtastöðum og kona hans Margrét Erlendsdóttir, sem talinn er sýslumaður í Múlaþingi, á Ketilsstöðum, Bjarnasonar. Svo er talið, að hann hafi stundað nám í Björgvin og síðan í háskólanum í Kh. Síðan varð hann kennari (heyrari, konrektor) á Hólum, en fekk Breiðabólstað í Vesturhópi 1569 og hélt til dauðadags. Hann var talinn maður skapstór og átti oft deilur við ýmsa menn, jafnvel bræður sína.

Kona 1: Björg (d. um 1578) Kráksdóttir, Hallvarðssonar (hálfsystir Guðbrands byskups Þorlákssonar).

Börn þeirra: Síra Ólafur á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þuríður átti Teit Björnsson á Holtastöðum.

Kona 2 (1579). Kristín Jónsdóttir á Ökrum, Grímssonar (bl.).

Kona 3 (25. apr. 1585): Kristín Pétursdóttir (bl.).

Kona 4: Gróa Guðmundsdóttir í Stóra Skógi, Þorleifssonar, ekkja Þorvarðs Brandssonar (MoldarBr.).

Börn þeirra: Páll sýslumaður í Hnappadalssýslu, bl., Margrét átti síra Illuga Ingjaldsson að Tjörn á Vatnsnesi (– – (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.