Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Pálmason

(20. nóv. 1820–28. okt. 1888)

Dbrm. og bóndi í Tungunesi.

Foreldrar: Pálmi Jónsson á Holtastöðum og kona hans Ósk Erlendsdóttir sst., Guðmundssonar, Orðlagður framkvæmdamaður í búskap og hafði á hendi hin vandamestu störf fyrir bændur, enda hlaut þau virðingarmerki, sem að jafnaði voru látin slíkum mönnum í té. Í Þjóðólfi 1852 ritg. um hirðing fjár.

Kona 1 (1843): Elísabet Þorleifsdóttir frá Stóra Dal í Svínavatnshreppi.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorleifur, Guðmundur í Mjóadal, Ingiríður.

Kona 2 (1866): Ingibjörg Guðmundsdóttir (bróðurdóttir f. k. hans).

Dætur þeirra: Elísabet, Ragnheiður (Sunnanfari IT; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.