Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Auðun Benediktsson

(um 1675–1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Benedikt Pétursson að Hesti og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. F. að Hesti. Fekk Borgarþing 1701, vígðist s. á. og bjó að Borg á Mýrum til dauðadags (andaðist úr bólunni miklu). Hann var gáfumaður, vel að sér og hefir samið rím eftir nýja stýl (AM. 477, 12mo.).

Kona: Þóra (f. um 1674) Þorvarðsdóttir lögréttumanns í Bæ í Borgarfirði, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Þorvarður í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Guðrún, óg. og bl., var ráðskona hjá síra Þorvarði, bróður sínum. Ekkja síra Auðunar átti síðar síra Ólaf Jónsson í Miðdal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.