Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Magnússon

(– –1598)

Sýslumaður.

Foreldrar: Magnús Jónsson að Stóra Núpi og kona hans Guðrún Erlendsdóttir á Stóru Völlum, Jónssonar sýslumanns í Vaðlaþingi, Ásgrímssonar. Bjó á Stóru Völlum. Átti þar þjark við sóknarprest sinn, síra Orm Ófeigsson.

Fekk suðurhluta Múlaþings 1592, fluttist austur 1593. Fekk og Skriðuklaustur og bjó þar.

Talinn hafa andazt í utanför í Hamborg.

Kona: Þórdís Henriksdóttir bartskera og sýslumanns Gerkens.

Börn þeirra: Henrik, Torfi sýslumaður, Anna átti fyrst Ásgeir Björgólfsson, Ásgeirssonar, síðar Vigfús Eiríksson að Ási, síðast Þorgeir Jónsson, Sigríður s.k. síra Einars Guðmundssonar á Stað á Reykjanesi, Guðrún átti Þorvald Skúlason á Eiríksstöðum, Einarssonar, Steinunn. Þórdís ekkja Erlends sýslumanns átti síðar Jón Oddsson í Vík á Seltjarnarnesi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.