Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Magnússon

(13. maí 1849–25. nóv. 1909)

Gullsmiður.

Foreldrar: Magnús Erlendsson á Bollastöðum í Flóa og kona hans Katrín Símonardóttir að Laugum í Flóa, Eiríkssonar. Var snemma hneigður til smíða. Hóf að nema gullsmíðar í Rv. nálægt hálfþrítugu, lauk brátt námi og settist að í Rv. að fullu. Mikill hagleiksmaður og sístarfandi, enda varð hann efnamaður.

Kona (8. ág. 1878): Halldóra Sofía Henriksdóttir verzlunarmanns Hansens.

Börn þeirra, sem upp komust: Henrik læknir í Hornafirði, Sigríður átti Þorkel vélfræðing Clementz, Magnús gullsmiður í Rv. (Óðinn IX; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.