Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur lllugason

(– –1690)

Prestur.

Foreldrar: Síra Illugi Ingjaldsson að Tjörn á Vatnsnesi og kona hans Margrét Erlendsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Pálssonar.

Fekk Tjörn á Vatnsnesi 1661, eftir föður sinn, en Undornfell 1690, í skiptum við síra Jón Jónsson (prestlausa) , lifði ekki fullt misseri eftir það og andaðist þar s. á.

Kona (um 1665): Hallfríður (f. um 1647) Jónsdóttir að Auðbrekku, Þorvaldssonar; hún fluttist að Brandagili 1691 og bjó þar, en er 1703 komin til dóttur sinnar í Þerney.

Börn þeirra: Illugi stúdent, Páll stúdent (drukknuðu báðir 1693), Pétur á Brúsastöðum í Vatnsdal, Davíð, Halldóra átti fyrst laundóttur (með Þórði Þorleifssyni, síðar klausturhaldara), gekk síðan að eiga Einar Þórðarson í Þerney, Guðrún f. k. Teits lögréttumanns Eiríkssonar að Núpi í Miðfirði, Guðný átti Þorgeir Þórðarson að Melshöfða og Bakkakoti á Álptanesi, Guðrún f. k. Teits lögréttumanns að Núpi í Miðfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.