Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Erlendur Jónsson
(– –um 1620)
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón eldri Kóksvatn Jónsson, síðast á Þingvöllum, og kona hans Þórdís Erlendsdóttir í Kaldaðarnesi, Ingimundarsonar.
Hann kemur við skjal 12. maí 1604 og er þá orðinn prestur, sumir telja í Kaldaðarnesi, en vera má, að hann hafi verið aðstoðarprestur síra Ólafs Gíslasonar, og Miðdal fekk hann eftir síra Ólaf (fyrir 1612) og hélt til dauðadags.
Kona 1: Anna Jónsdóttir ráðsmanns að Fjalli á Skeiðum, Ásgrímssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Villingaholti, Jón (annar) á Kirkjulandi í Landeyjum.
Kona 2: Katrín Einarsdóttir að Sólheimum í Mýrdal, Þorlákssonar (hún virðist af skjölum hafa verið ekkja Páls Sigmundssonar frá Hofi á Rangárvöllum, Þórólfssonar).
Dóttir þeirra: Emerentíana (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Jón eldri Kóksvatn Jónsson, síðast á Þingvöllum, og kona hans Þórdís Erlendsdóttir í Kaldaðarnesi, Ingimundarsonar.
Hann kemur við skjal 12. maí 1604 og er þá orðinn prestur, sumir telja í Kaldaðarnesi, en vera má, að hann hafi verið aðstoðarprestur síra Ólafs Gíslasonar, og Miðdal fekk hann eftir síra Ólaf (fyrir 1612) og hélt til dauðadags.
Kona 1: Anna Jónsdóttir ráðsmanns að Fjalli á Skeiðum, Ásgrímssonar.
Börn þeirra: Síra Jón í Villingaholti, Jón (annar) á Kirkjulandi í Landeyjum.
Kona 2: Katrín Einarsdóttir að Sólheimum í Mýrdal, Þorlákssonar (hún virðist af skjölum hafa verið ekkja Páls Sigmundssonar frá Hofi á Rangárvöllum, Þórólfssonar).
Dóttir þeirra: Emerentíana (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.