Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Jónsson

(um 1678–12. júlí 1723)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Jón eldri sýslumaður Vigfússon að Stórólfshvoli og kona hans Helga Þorláksdóttir í „Súðavík, Arasonar.

Stúdent úr Skálholtsskóla 1697.

Mun skömmu síðar hafa tekið við búi að Stórólfshvoli, því næst um nokkur ár í Saurbæ á Kjalarnesi, en síðan aftur að Stórólfshvoli til dauðadags.

Mun hafa haft bú á báðum stöðunum. Hann drukknaði í Markarfljóti.

Kona (6. okt. 1709, samkvæmt konungsleyfi vegna frændsemi 20. apr. 1709). Ingibjörg (f. 25. maí 1690, d. í apríl 1730) Sigurðardóttir lögmanns, Björnssonar.

Börn þeirra: Torfi að Stórólfshvoli (f. 1710, d. í Hítardal 28. jan. 1777), síra Vigfús að Setbergi, Jón varð úti á Brattabrekku 14. apríl 1738, er hann kom úr Hólaskóla, Sesselja d. óg. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.