Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Jónsson

(1728–22. mars 1807)

Prestur.

Foreldrar: Jón (d. 1741) Bjarnason síðast að Enni á Höfðaströnd og s. k. hans Rannveig (d. 1762, 75 ára) Jónsdóttir lögréttumanns á Sleitubjarnarstöðum, Jónssonar. Hann lærði undir skóla hjá hálfbróður sínum, síra Jóni Jónssyni í Hofsþingum, tekinn í Hólaskóla 1744, stúdent þaðan 1749. Var því næst 3 ár í þjónustu Þórarins sýslumanns Jónssonar á Grund, síðan djákn að Munkaþverá 1753, vígðist 26. maí 1754 aðstoðarprestur síra Þorsteins Ketilssonar að Hrafnagili, fekk prestakallið eftir hann sama haust, hélt það til 1803, er hann gaf það upp við Magnús, son sinn, sem verið hafði aðstoðarprestur hans frá 1783. Varð prófastur í Vaðlaþingi 2. apríl 1768, en sagði því starfi lausu 1802.

Hann var fyrirmannlegur og skörulegur, valmenni, árvakur og hirðusamur um embættisverk.

Kona (26. sept. 1754): Guðlaug (d. 11. maí 1797, 86 ára) Magnúsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Markússonar.

Hún hafði verið lengi hjá Þórarni sýslumanni á Grund og trúlofuð honum, en hjónaband þeirra fórst fyrir. Af 2 sonum þeirra síra Erlends komst upp síra Magnús að Hrafnagili (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.