Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Jónsson

(16. öld)

Prestur. Er af sumum talinn sonur síra Jóns Sæmundssonar fyrr að Felli í Sléttahlíð, síðar að Kvíabekk. Hans getur í skjölum 1571–83 og er jafnan nefndur prestur. Svo virðist sem hann hafi fyrst haldið Hofsþing í Skagafirði, en fengið Fell í Sléttahlíð 1582, verið þar til 1585, er síra Erlendur Guðmundsson tók við. Erlendur prestur í Eyjafirði fær ölmusupeninga 1586; gæti verið þessi, og hafi hann farið norður í Eyjafjörð, er hann sleppti Felli (Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.