Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Hjálmarsson

(1750–21. jan. 1835)

Klausturhaldari, stúdent.

Foreldrar: Hjálmar lögréttumaður Erlendsson síðast að Keldum í Mosfellssveit og kona hans Filippía Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar. Tekinn í Hólaskóla 1767, átti þar barn í lausaleik (Jóhann, sem drukknaði syðra) 1773 (með systur Jóns sýslumanns Helgasonar að Hoffelli), fekk uppreisn og skólavist aftur 1774, varð stúdent þaðan 9. apr. 1775, með góðum vitnisburði um gáfur og skarpleika. Varð síðan skrifari hjá Sveini lögmanni Sölvasyni að Munkaþverá, hélt hálft Munkaþverárklaustur eftir lát hans (1782) og tók við því 1783, en sleppti vegna skulda 1795, fluttist frá Munkaþverá að Rúgsstöðum vorið 1796, en að Brúarlandi 1799 eða 1800 og mun hafa búið þar til 1815, er hann fluttist að Stað á Reykjanesi, til síra Páls bróður síns, en eftir lát hans fluttist Erlendur 1831 að Hítardal til sonar síns og andaðist þar. Hann var gleðimaður, drykkfelldur og gestrisinn, viðkvæmur og hjartagóður, en enginn skörungur.

Kona 1 (1779): Karítas (d. af barnsförum 27. nóv. 1788, 37 ára) Sveinsdóttir lögmanns, Sölvasonar.

Börn þeirra: Síra Páll á Brúarlandi, Filippía f.k. síra Baldvins Þorsteinssonar að Upsum, Sigríður átti Árna að. Skuggabjörgum Jónsson (læknis, Péturssonar.

Kona 2 (24. sept. 1789): Kristrún (f. 21. ág. 1751, d. 15. okt. 1821) Þorsteinsdóttir prests að Hrafnagili, Ketilssonar, ekkja Símonar Sigurðssonar Bechs (d. 1785) í Kristnesi; hún var smiður ágætur og vel hagorð.

Börn þeirra: Kristrún átti Sigurð Þorvaldsson að Kambi í Deildardal, Hjálmar á Brúarlandi, síðast ráðsmaður í Hítardal, síra Þorsteinn Hjálmarsen í Hítardal (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.