Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Erlendur Guðmundsson
(– –1641)
Prestur. Hann hefir orðið prestur 1585 (má vera aðstoðarprestur að Felli í Sléttahlíð) og fekk s. á. biblíu að launum frá Guðbrandi byskupi fyrir aðstoð í prentverki (hefir líklega verið setjari). Fekk það prestakall síðan (síra Guðmundur skáld, sonur hans, segir í ljóðabréfi, að hann hafi verið prestur þar yfir 50 ár). Árið 1598 virðist hann vera prestur að Hofi á Höfðaströnd; getur hafa gegnt þar prestsverkum í milli presta, enda vildu Magnús Björnsson að Hofi og synir hans ekki hafa þjónustu hans þar. Hallur skáld Guðmundsson, sonarsonur hans, segir um hann í minningarljóðum: Auðskilinn þókti eigiöllum hann allvel hjá spökum kenndur.
Kona (1592). Margrét Skúladóttir (d. 18. júlí 1638, á "75. ári).
Börn þeirra, er upp komust, talin: Síra Skúli aðstoðar„Prestur að Felli, síra Guðmundur skáld að Felli, Þóra f.k. Ásgríms skálds Magnússonar að Höfða, Helga átti síra Jón Gunnarsson að Tjörn í Svarfaðardal (HÞ.; SGrBf.).
Prestur. Hann hefir orðið prestur 1585 (má vera aðstoðarprestur að Felli í Sléttahlíð) og fekk s. á. biblíu að launum frá Guðbrandi byskupi fyrir aðstoð í prentverki (hefir líklega verið setjari). Fekk það prestakall síðan (síra Guðmundur skáld, sonur hans, segir í ljóðabréfi, að hann hafi verið prestur þar yfir 50 ár). Árið 1598 virðist hann vera prestur að Hofi á Höfðaströnd; getur hafa gegnt þar prestsverkum í milli presta, enda vildu Magnús Björnsson að Hofi og synir hans ekki hafa þjónustu hans þar. Hallur skáld Guðmundsson, sonarsonur hans, segir um hann í minningarljóðum: Auðskilinn þókti eigiöllum hann allvel hjá spökum kenndur.
Kona (1592). Margrét Skúladóttir (d. 18. júlí 1638, á "75. ári).
Börn þeirra, er upp komust, talin: Síra Skúli aðstoðar„Prestur að Felli, síra Guðmundur skáld að Felli, Þóra f.k. Ásgríms skálds Magnússonar að Höfða, Helga átti síra Jón Gunnarsson að Tjörn í Svarfaðardal (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.