Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Guðmundsson

(1750 – 22. júlí 1824)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur á Bakka í Vallhólmi Sveinsson (í Vallholti, Illugasonar á Fossum í Svartárdal |f. 1643}, Sigurðssonar prests á Auðkúlu, Magnússonar) og kona hans Elín Þorvaldsdóttir á Steini á Reykjaströnd, Þórðarsonar.

Bóndi á Holtastöðum í Langadal frá 1789 til æviloka. Þrekmaður og kappsfullur við búskap og sjósókn. Aðsjáll og græddist fé. Lenti í sjóvolki haustið 1796 og hraktist frá Ásbúðum á Skaga að Vík á Flateyjardal, sem frægt varð.

Kona: Guðrún Tllugadóttir; hún átti áður Ólaf Guðmundsson á Holtastöðum (s.k. hans). Dóttir Erlends og hennar: Ósk (d. 28. maí 1866) átti Pálma Jónsson á Sólheimum. Launsonur Erlends: Davíð (f. 1780) á Hólabæ í Langadal (Blanda |; M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.