Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Guðbrandsson

(um 1669–2. jan. 1711)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðbrandur Jónsson á Frostastöðum og kona hans Margrét Jónsdóttir.

Vígðist haustið 1693 aðstoðarPrestur föður síns og bjó í tvíbýli við hann á Frostastöðum.

Fekk 5. mars 1695 vonarbréf fyrir Kvíabekk, fluttist þangað 1706 og var þar til dauðadags.

Talinn búhöldur góður og margvís.

Kona 1: Sigurlaug (f. 1681) Bergsdóttir hreppstjóra í Brimnesi í Viðvíkursveit, Magnússonar.

Dætur þeirra: Agnes átti síra Jóhann Kristjánsson að Mælifelli, Ingibjörg óg. og bl.

Kona 2 (1706). Sigríður (f. um 1677, d. 1731) Jósepsdóttir prests á Ólafsvöllum, Jónssonar, ekkja Guðmundar Jónssonar á Gunnsteinsstöðum.

Dætur þeirra síra Erlends: Sigurlaug átti síra Þorvald Jónsson í Fagranesi, Margrét átti síra Gunnar Pálsson í Hjarðarholti.

Sigríður ekkja hans átti síðast Magnús Jónsson prests að Tjörn í Svarfaðardal, Þórðarsonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.