Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Gottskálksson

(24. júlí 1818–19. júní 1894)

Bóndi, skáld.

Foreldrar: Gottskálk Pálsson í Nýja Bæ í Kelduhverfi og kona hans Guðlaug Þorkelsdóttir sst., Þorkelssonar. Bjó í Austur-Görðum í Kelduhverfi 1852–63, Garði 1863–85, í Sultum 1885–6, að Ási 1886–94. Var lengi hreppstjóri og nokkur ár oddviti.

Þm. N.-Þing. 1871–3 (varaþm.). Eftir hann er pr.: Vísur og kviðlingar, Kh. 1916.

Kona 1 (24. sept. 1848): Sigríður (d. 18. mars 1873) Finnbogadóttir að Langavatni, Finnbogasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Friðrik smiður á Syðri Bakka, Jón nefndi sig Eldon, fór til Vesturheims, ritstjóri Heimskringlu um tíma, vel hagmæltur, Stefán í Ólafsgerði, Sigurður veræzlunarstjóri, Baldur, Þorgerður, Lára (þau 3 fóru til Vesturheims), Erlendur Karl Gottfreð á Baugsstöðum.

Kona 2 (13. júní 1874): Þorbjörg (d. 1914) Guðmundsdóttir á Grásíðu, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Sigríður fór til Vesturheims og átti enskan mann, Valdimar læknir í Danmörku (Alþingismannatal; sjá Vísur og kviðlingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.