Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Erlendsson

(– – um 1495)

Sýslumaður.

Foreldrar: Erlendur Narfason á Kolbeinsstöðum og í Teigi og kona hans Hallbera Sölmundardóttir í Teigi í Fljótshlíð, líkl. Guðmundssonar. Var fyrst byskupssveinn í Skálholti, bjó síðan að Hlíðarenda í Fljótshlíð, fekk Rangárþing eftir 1460 og hélt alllengi og jafnframt Skóga- og Merkureignir.

Kona: Guðríður Þorvarðsdóttir á Möðruvöllum, Loptssonar.

Börn þeirra: Þorvarður lögmaður, Vigfús hirðstjóri og lögmaður, Hólmfríður átti fyrr Einar Eyjólfsson í Dal undir Eyjafjöllum, síðar Jón sýslumann og skáld Hallsson í Næfurholti, Jón, Narfi lögsagnari (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.