Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Erlendsson

(11. okt. 1829 – 4. apríl 1901)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Erlendur Bergsveinsson í Gröf í Grímsnesi og kona hans Guðleif Jónsdóttir, Bóndi á Breiðabólstað á Álftanesi og hreppstj. í Bessastaðahreppi. Var merkismaður, hjálpsamur og ráðhollur. Einn af mestu sjósóknurum á Álftanesi og bar af flestum um formannshæfileika. Kona: Þuríður (d. 22. júlí 1907, 81 árs) Jónsdóttir formanns í Þorlákshöfn, Ólafssonar. Af börnum þeirra komust upp: Hólmfríður átti fyrr Þorvarð Guðmundsson á Bárekseyri og síðar Jón Einarsson í Gunnarsholti, Guðleif átti Einar skipstjóra Ketilsson í Rv., Kristín átti Sigurð Grímsson frá Landakoti á Álftanesi, fóru til Vesturheims, Þórunn átti Guðjón bátasmið Einarsson í Rv., Vigdís átti Hallgrím skólastjóra Jónsson í Rv. (Erl. Björnsson: Sjósókn, Rv.1945; ýmsar heimildir).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.