Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erlendur Einarsson

(– – 13. dec. 1668)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Guðmundsson á Stað á Reykjanesi og s. k. hans Sigríður Erlendsdóttir sýslumanns á Stóru Völlum, Magnússonar. Hann er orðinn prestur 1647, má vera kirkjuprestur í Skálholti, fekk Skarðsþing 1649, en Hjarðarholt 1655, við uppgjöf síra Brynjólfs Bjarnasonar, en varð að gefa upp prestakallið 1667, vegna holdsveiki, og andaðist þar næsta ár.

Kona: Ragnhildur Þórólfsdóttir að Múla í Skálmarnesi, Einarssonar; þau bl.

Hún átti síðar (1. dec. 1669) Þórð sýslumann Steindórsson að Ingjaldshóli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.